555-555-5555
mymail@mailservice.com
Tilgangurinn með öflugu vinnuverndarstarfi er að koma auga á áhættuþætti í vinnuumhverfinu og bregðast við þeim strax. Þannig er hægt að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys, óhöpp og vanlíðan starfsfólks.
Atvinnurekandi ber ábyrgð á skipulagi vinnuverndarstarfs og mótun heilbrigðrar vinnustaðamenningar. Árangursríkt vinnuverndarstarf byggist á samvinnu atvinnurekenda, stjórnenda og alls starfsfólks. Því er nauðsynlegt að öll taki þátt í daglegu vinnuverndarstarfi, bæði þau sem eru ný í starfi og þau sem hafa starfað lengur. Það er einnig mikilvægt að atvinnurekendur hafi skýra sýn á hvernig vinnustað þeir vilja bjóða starfsfólki sínu og að starfsfólk þekki þessa sýn.
Áhrifaríkt vinnuverndarstarf felur í sér að fá góða yfirsýn með því að meta heildstætt alla þætti vinnuumhverfisins. Þá er gott að horfa á alla þá þætti sem geta haft áhrif á öryggi og vellíðan starfsfólks, en þeir eru meðal annars líkamsbeiting við vinnu og sálfélagslegir þættir.
Lesa má nánar um meginþætti vinnuverndar á heimasíðu Vinnueftirlitsins