555-555-5555
mymail@mailservice.com
Skipulag, stjórnun, samskipti og stuðningur eru allt þættir sem móta vinnuumhverfið og hafa áhrif á vellíðan starfsfólks. Góð og uppbyggileg samskipti geta eflt okkur í starfi og stuðlað að árangursríkri samvinnu. Að takast á um málefni með uppbyggilegum hætti er mikilvægur þáttur í sumum störfum þótt það geti verið krefjandi. Það er nauðsynlegt að öll á vinnustaðnum geti sagt skoðanir sínar og að þeim sé tekið af virðingu óháð starfsaldri. Lesa má nánar um samskipti á velvirk.is og á vef Vinnueftirlitsins.
Þegar kemur að því að ræða líðan okkar þá erum við jafn ólík og við erum mörg. Við höfum mismunandi þarfir og grunn til að tjá okkur. Gott er að nýta verkfæri líkt og streitustigann til að skapa sameiginlegt orðfæri og þar með grundvöll að samtali. Við hvetjum stjórnendur og starfsfólk til að huga að og ræða líðan í starfi.
Einelti, áreitni og ofbeldi á aldrei að líðast í vinnuumhverfinu. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna verkfæri til að fyrirbyggja og bregðast við slíkri hegðun.