555-555-5555
mymail@mailservice.com
Stoðkerfi er það kerfi líkamans sem gerir okkur kleift að vera uppistandandi og hreyfa okkur. Stoðkerfisverkir eru nokkuð algengir hjá fólki á vinnumarkaði og geta orsakast af mörgum samverkandi þáttum til dæmis að lyfta þungu, mikilli kyrrsetu, vinnu í miklum hraða og óþægilegri líkamsstöðu. Síendurteknar hreyfingar sem geta verið hluti af einhæfum störfum hafa einnig áhrif. Umhverfisþættir, eins og hávaði og lýsing, geta einnig haft áhrif.
Birtingarmynd stoðkerfisverkja er mismunandi og getur vöðvabólga í herðum eða einkenni frá baki verið dæmi um slíkt. Stundum finnst ekki augljós skýring á verkjum en þeir eru alltaf raunverulegir fyrir þeim sem upplifa þá.
Fræðsla um góða líkamsbeitingu og notkun léttitækja er mikilvægur hluti af forvörnum þannig að starfsfólk upplifi ekki einkenni frá stoðkerfi. Einnig er mikilvægt að draga úr einhæfri vinnu eins og kostur er og gæta þess að líkamlegt álag við vinnu sé hæfilegt. Aðrar hjálplegar leiðir eru að huga að næringu, reglulegri hreyfingu og góðum svefni og fyrirbyggja streitu. Andleg líðan getur einnig haft áhrif á verkjaupplifun og líkamsbeitingu.