Starfsfólk framtíðarinnar

Það getur verið töluverður munur á því hvernig kynslóðirnar upplifa vinnuumhverfið sitt og hverjar væntingar þeirra eru til vinnunnar. Mikilvægt er að unga fólkið hafi rödd á vinnustaðnum og að stjórnendur séu opnir fyrir nýjum hugmyndum og lausnum.


Því skiptir máli að stuðla að vinnustaðamenningu sem byggir á trausti, fjölbreytileika og inngildingu sem aftur ýtir undir jákvæð samskipti. Að mörgu er að huga þegar tekið er á móti nýju fólki og er öflugt vinnuverndarstarf lykilatriði í því að öll komi heil heim starfsævina á enda.